Þeir sem skoða þessar færslur sjá fljótt að verkin eru langflest á breiddina. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þau mótív sem ég er mest á höttunum eftir gera sig best þannig. Einingin milli himins og jarðar útheimtir hreinlega fremur lengri en skemmri sjóndeildarhring. Þannig bara liggur í landinu.
Ég hef stöku sinnum valið mótív sem ekki kalla á þennan sjóndeildarhring. Stundum er hreinlega svo mikil þoka að sjóndeildarhringurinn verður ekki greindur. Eða þá að einhver foss slæðist inn í rammann og fer að gera kröfur.
Sem ég sit hér í rýminu inn af Mjólkurbúðinni hef ég fossaverkin hennar Dagrúnar Matthíasdóttur fyrir augunum, mér til gleði, ánægju og yndisauka. Dagrún er sýningastjóri gallerísins og mér datt í hug – um leið og ég þakka henni fyrir að bjóða mér að sýna hérna og alla aðstoðina – að skella inn, sennilega einu fossamyndinni sem ég hef klárað. Þar er mótívið líka í svo mikilli þoku að ekki er um neinn sjóndeildarhring að ræða.
Af Fimmvörðuhálsi akvarella 51×37,5 2012
// Those who follow these posts soon realize that my works are nearly all on the broad side. The reason is simply that the motives I’m mostly after are best portrayed in that manner. In those cases the unity between skies and earth stipulates a longer rather than shorter horizon. Such is the lay of the land.
I have in some very few instances chosen motives that do not call for this horizon. Sometimes the fog is too dense for any notion of horizon to be discernible. Or some waterfall creeps into the frame and starts to make demands.
As I sit here in the backroom of the gallery, Dagrún Matthíasdóttir’s waterfall paintings are before me, to my great delight. Dagrún is the curator of Mjólkurbúðin and I think – as I extend my thanks to her for inviting me and assisting in the exhibition – that it is perhaps in order to post what is probably the only waterfall picture I have finished. In it the motive is also in so much fog that no horizon exists. [The motive is from Fimmvörðuháls just by the 2010 eruption site].
From Fimmvörðuháls aquarelle 51×37,5 2012

Heiðarnar eru margar en það er eins og hver þeirra hafi eina eða fleiri heiðaborgir. Formið á þessum borgum er að sjálfsögðu fjölbreytt en ótrúlega oft er nú samt eins og smá strýta eða nabbur standi upp úr henni nálægt miðju. Fyrir áhugamenn um symmetríu er áskorunin að sjálfsögðu að finna sjónarhornið þar sem hlutirnir koma saman og útlínan gengur eins upp undir nabbann. Hitt er síðan líka að finna hitt sjónarhornið þar sem engu líkara en að skriðjökull eða eitthvert annað máttarvald hafi skorið af borginni stóran hluta. Leik mér stundum með þessi tvenns konar sjónarhorn í Hestsfjallinu (meira um það síðar).









