allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað // all is good and fair if you look close enough

Sýningin opnaði í dag og í samnefndri skrá segir:

Það var undir lok maí, í hæglætisveðri hér syðra, að við Soffía Karls, menningarstýra á Nesinu, bundum fastmælum að ég myndi hengja upp í sýningarsal Seltjarnarness á útmánuðum 2015. Ég sagði henni að áhugi minn stæði til þess að vera með myndir frá árstíðamörkum – nefndi vetur og vor og gott ef ekki einnig þessar hendingar úr Eyðilandinu (birtar hér í þýðingu Sverris Hólmarssonar):
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös upp úr dauðri moldinni, hrærir
girndum saman við minningar, glæðir
vorregni visnaðar rætur.
Veturinn veitti okkur yl, þakti
grundina gleymskusnjó […]

Þegar við áttum okkar spjall grunti okkur lítið að í vændum væri ósvikinn vetur sem myndi ala af sér venju fremur sterka löngun eftir árstíðaskiptum. Og nú er við komin inn í apríl og áleitin spurning hvort hann meðhöndlar langanir okkar og þrár af mildi eða þeirri grimmd sem módernistinn T.S. Eliot gerði að yrkisefni í sínu fræga ljóði.

Nú er upphengið langt frá því að vera tilbrigði við einhvern módernisma – einhver myndi segja að það væri eiginlega alveg þveröfugt – og kaldhæðni í garð rómantíkur er víðsfjarri. Engu að síður vil ég trúa að sú tenging finnist að allt er í reynd gott og fagurt, sé nógu grannt leitað.

Melur á móti sólu

 Melur á móti sólu  akvarella  32×32  2015

//  My exhibition opened today and in the handout was the following text:

It was in late May, and the weather was amicable  here in the southern part of the country, when I and Soffía Karlsdóttir (who is culture supemo in Seltjarnarnes) arranged that I would have a show in the municipal exhibition venue towards the end of winter 2015.

During the conversation it was brought up that I was interested in the advent of spring after winter, and I believe that the first stanzas of the Wasteland were also mentioned:
APRIL is the cruellest month, breeding
Lilacs out of the dead land, mixing
Memory and desire, stirring
Dull roots with spring rain.
Winter kept us warm, covering 
Earth in forgetful snow  […]

When our conversation took place, little did we did know a real winter was in store – that of 2014/15. A season breeding a – more than usually profound – longing of change. And now we are approaching mid-April and it is a challenging question whether it will treat our longings mildly or with the cruelty the modernist T.S. Eliot eulogised in his famous poem.

The installation is very far from being an overture of some modernism – some might even say that it is a direct opposite – and cynicism towards the Romantic is nowhere to be found. However, I believe that the association can be forged that – in essence – all is good and fair if you look close enough.

Gravel against the Sun  aquarelle  32×32  2015

undirbúningur // preparations

Fór í dag og sótti myndirnar úr innrömmun hjá Listamönnum Skúlagötu – Kudos Guðmundur, Spútti og Helgi! Frábær vinna eins og jafnan hjá þeim félögum.

Afmælisbarn dagsins hafði stundum á orði á sínum plötuumslögum að hann ætti að „þriðja eyrað“ þ.e. Guðlaug Kristinn Óttarsson. Ég er svo yndislega heppinn að eiga sem „þriðja augað“, mína Sólborgu sem er ótrúlega nösk á það sem virkar vel og það sem virkar síður vel, hvort sem er í einstökum myndum eða í upphenginu heilt yfir. Og síðan styður hún mig með ráð og dáð. Ég hlakka svo sannarlega til að hefjast handa við upphengið í fyrramálið!

Sjá annars meira um sýninguna á þessari síðu.

Á Þjórsárbökkum 26x38 2015

Á Þjórsárbökkum  akvarella  26×38  2015

birtan flæðir // luminosity flows

Vatnsliturinn er skemmtilegt fyrirbæri og alltaf kemur á óvart hversu áskapað það er miðlinum að fanga birtuna í öllum sínum óendanlega fjölbreytileika. Út af fyrir sig má líta á pappírinn sem birtugjafann – sem vatnsliturinn leggst síðan yfir og mótar eftir sínu eðli. En þetta er nú ekki svona einfalt því liturinn er af ólíku tagi – einn litur myndar gegnsæja filmu á pappírnum meðan annar leggst eins og teppi yfir pappírinn. Og svo er það þriðja „gráðan“ – litirnir sem bókstaflega ganga inn í pappírinn og verða eitt með honum. Þessir litir ljá birtugjafanum sérstaka eiginleika og geta jafnvel skapað þá blekkingu að sól, tungl eða einhver annar himneskur birtugjafi hafi bókstaflega tekið sér bólfestu í þessari millimetra þykkt sem pappír er yfirleitt úthlutuð.

Til viðbótar er síðan þetta „tvist“ sem ég hef unun af og það er að láta vatnið líkja eftir birtunni, sem við hér á hjara veraldar vitum að flæðir. Ekki fer framhjá neinum sem stendur á suðurströndinni (til dæmis í Selvogi) við lágnættisbil um miðjan júní að himinninn hefur góðfúslega tekið að sér miðlunarhlutverk og veitir birtunni áfram eins og kosmískt skömmtunarsýstem sem vill passa upp á að öll heimsins kvikindi fái sitt sólarvítamín á þessari furðulegu breiddargráðu. Og þá flæðir birtan nokkurn veginn nákvæmlega eins og vatnið sem er lagt er niður á pappírinn. Stemmning af suðurströndinni

Stemmning af suðurströndinni  akvarella  31×46  2015

//  Watercolor is a really giving phenomena and it never ceases to amaze just how inherent it is for this medium to convey ‘luminosity’ in all its (earthly) cosmic spectrum. In itself – you can think of the paper as the source of luminosity (if you will) – which the watercolor then shapes according to its nature. But this is not so simple because the color is of varying attributes – one color makes a transparent film on the paper while another creates an opaque ‘carpet’ over the surface. And then we have the third degree – the color that literally enters the paper and becomes one with it. These permeating colors give the source of luminosity some special characteristics and may even create the illusion of sun, moon or some other celestial source of luminosity taking abode in the few millimeters paper is normally limited to.

An additional twist (which I really like) is to let the water on the sheet emulate the luminosity which all of us ‘Hyperboreans’ know that really flows. No one standing on the south coast (for example in Selvogur) during the small hours in mid-June can escape that the heavens have undertaken a divine allocation system guaranteeing a dose of sun vitamins to every living creature at this strange latitude. And in those moments the luminosity flows more or less as the water which is laid down on the paper.

South coast atmosphere  aquarelle  31×46  2015

tæknipistill // technical issues

Vatnslitamyndirnar klára ég næstum alltaf í einni setu – það heyrir til algerra undantekninga að pappírinn sé dreginn fram aftur og átt við hann. Og oft er það þannig að þegar vinnan klárast þá er myndin við það að þorna þar sem ég byrjaði en stundum er hún útskrifuð jafnvel þótt bleytuslikjan liggi ennþá yfir henni.

Þessi aðferð hentar mér vel og þá er upphafið að væta allan pappírinn heilt yfir og fylgjast síðan með því hvenær hann er hæfilega rakur til þess að hefjast handa. En auðvitað fer þetta eftir pappírsgerðinni; 300 gramma pappírinn sem ég nota mest heldur rakanum hæfilega mikið og ég þarf yfirleitt ekki að bíða lengi eftir því að byrja að leggja niður himinn eða jörð. Arches 300 gramma (grófur) þornar yfirleitt mjög jafnt og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að liturinn haldi áfram að hlaupa út undan sér löngu eftir að hann er lagður niður.

Ef pappírinn er þyngri er þetta öðruvísi. Mér finnst gríðarlega gaman að vinna á 356 og 640 gramma Arches en þá fylgir böggull skammrifi því rakinn situr oft mjög lengi í pappírnum. Og þá lendir maður í því að liturinn af bleikum akri tekur allt í einu á rás upp í heiðan himininn.

Tóti er tæknilega sinnaður og benti mér á að nota hárþurrku og það gerði ég svosem hér áður. Man þegar ég var austur á Egilsstöðum þá var hárþurrkan alltaf við olnbogann. En þegar við þykka pappírinn er að eiga þá skiptir þetta eiginlega ekki máli því þú nærð í raun lítið betri stjórn á rakastiginu með þessu móti.

Við þessar kringumstæður verður að gera undantekningar og þá er myndin tekin fyrir í tveimur setum. Áskorunin er þá að það sýni sig ekki of berlega að myndin er unnin í tvennu lagi og að harðar línur teikni sig ekki þar sem vatnið er lagt niður að nýju. Er einmitt með verk á þeim stað núna þar sem hraunbreiðan bíður eftir því að koma inn í myndina. Held að þetta verði í lagi því myndefnið hér býður alveg upp á að nokkuð skörp lína afmarki forgrunninn. Skaflaheiði2

Það verður hins vegar að segjast að þessi örk er í hættu á að lenda í bunkanum hér við hliðina á mér þar sem ókláruðu myndirnar eru. Þær eru nokkrar því stundum verð ég ótrúlega ragur við að taka aftur til við mynd sem hefur verið lögð til hliðar. En þetta er áskorun eins og hver önnur og einhverjir lesendur geta ef til vill séð hvernig henni reiðir afþví ég verð með sýningu í næsta mánuði í því nýja og glæsilega Gallerí Gróttu.

Ekki er úr vegi – af því ég nefndi Egilsstaði – að skjóta hér inn annarri ókláraðri mynd sem ég byrjaði á 2011. Þótt ég hafi verið ánægður með ýmislegt í henni (t.d. blámann í Fljótsdalsheiðinni) þá hef ég aldrei drifið í að klára hana. Tel raunar að það muni aldrei gerast því tæknin hefur breyst það mikið hjá mér. lögurinn

Dettur hins vegar í hug að endurtaka megi leikinn frá því í Mynd&Hand og skrifa eitthvað í auðu plássin á myndinni. Góður kandídat væri fyrripartur sem mig minnir að hafi verið eignaður Stefáni Jónssyni:

Lygn steymir Lögurinn
leitar þangað högurinn.

Óþarft ætti að vera að nefna að Stefán var að austan, fæddur og uppalinn á Djúpavogi.

//  The watercolor works are nearly always finished in one session – it rarely happens that the sheet is brought again onto the studio table. A frequent ‘modus operandi’ is for the part first worked with to be still drying out when the picture is finished. Sometimes a wet sheen is still coating the sheet when the last touch is put upon it.

This method suits me well and then the first step is to wet the entire sheet and observe when the moisture is correct to begin. But this, of course, is dependent on the paper. The 300 gram paper I mostly use holds the moisture in such a way thatt I do not have to wait long before laying down earth or sky. Arches 300 gram (rough) loses the moisture very evenly and therefore I do not have to worry that the color will make a run for it long after it has been applied.

With heavier paper this is different. I really like working with Arches 356 and 640 gram paper, but then underside is that the moisture tends to stay in the paper for very long. ANd then it happens that the color of a autumn field literally takes to the clear skies.

My son is quite technically minded and pointed out that I could use a hairdryer. This I have done, and can recall from when I lived in Egilsstaðir that the hairdryer was a constant presence at my elbow. But when dealing with the heavy papers (especially the 640 gram) it does not really make a difference because you do not get full control with those means either.

Under these circumstances exceptions will be made and then the picture is dealt with in two sessions. The challenge is for the continuation not to become too evident and avoid hard edges to form where the water is applied a second time. At this moment I have a work going exactly at this junction (the top image), where the lava field is waiting to enter the picture. I believe this will be in order because the motive allows for a somewhat sharp line demarking the foreground.

However, it should be noted that this sheet is in danger of occupying the stack beside me with unfinished pictures. They are quite numerous because sometimes I am more than a bit shy to continue with something that has been laid aside. But this is a challenge like any other and some readers may perhaps be able to see how this particular sheet fares, if they visit the show I will having next month in the new Gallerí Grótta.

It is also in order – as I mentioned Egilsstaðir – to post another unfinished item dating from 2011. Although I was quite happy with some bits of it (for example the blue yonder over the Fljótsdalsheiði moor) it has never been finished and probably never will, because my technique has changed in the meantime.

Another idea would be to resume the practice for art college I mentioned before, of writing something into the empty spaces in the picture. A candidate would be an anecdote attributed to the writer Stefán Jónsson who was asked to make a ‘fyrripartur’ (the first two lines in a stanza) on the river Lögurinn which flows past Egilsstaðir. This was a somewhat slippery task because ‘Lögurinn’ does not easily rhyme with other words in Icelandic. Stefán Jónsson however found the solution of using the peculiar variant many people in the East adopted in the pronunciation of vowels, whereby ‘u’ becomes ‘ö’. Therefore he could refer to ‘hugur’ [mind] as ‘högur’ and say that his mind would wander east where the Lögurinn flows calm. This reminiscence was quite true as Stefán Jónsson was born and raised in Djúpivogur in the east.

nýr pappír // new paper

Fór með Tóta í gær í Verkfæralagerinn að kaupa rafsuðupinna. Með hann sinnti þeim erindum fór ég í hina ótrúlega stóru myndlistardeild sem verslunin býður upp á (segi ótrúlega því vissulega er þetta svoldið skemmtilegt kombó). Rakst þar á Winsor & Newton vatnslitaarkir (300 g) á góðu verði og ákvað að festa mér þær þótt ég sé yfirleitt meira fyrir Arches pappír (eins og áður er komið fram á blogginu). Prófaði örk þegar heim var komið og frammistaða pappírsins kom á óvart. Hann heldur rakanum lengi og það hentar mér ágætlega. Greinilegur textúr teiknar sig þegar liturinn seytlar í gegnum pappírinn eins og sjá má á línunni sem ætlað er að gefa til kynna múlana yfir Mýrunum. Leyfði línunni að vera svona þótt hún sýni kannski ekki alveg hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið skallana á hálsunum.

Dalaland 29x39 2015

Múlar yfir Mýrum  akvarella  29 x 39  2015

//  Went yesterday with Tóti to the Verkfæralagerinn (hardware outlet) where he wanted to buy some electric welding pins. While he was going about his stuff I went to the incredibly big art material section in the shop (to call it incredible is also to say that this combo is somewhat unique). While browsing I can upon some Winsor & Newton watercolour sheets (300 gms) which were decently priced so these were bought in spite of my preference for Arches paper. Back at the house I made a test and the performance of the paper turned out to be very satisfactory indeed. It holds moisture well which suits me. Its texture shows when the colour seeps through the paper as can be seen in the somewhat ragged line which is intended to convey the rolling hills over the Mýrar in West Iceland. I allowed the line to stay this way although it does no do full justice to the ice age glaciers which once polished the hilltops.

Rolling hills over mires  aquarelle  29 x 39  2015

sagnir af landi // of legendary lands

Í fyrri pósti nefndi ég þetta með löndin sem ekki finnast á nútímalandakortum en eru engu að síður til í hugskotinu. Ég hef haft áhuga á sögnum um þess konar lönd allt frá því ég var í Myndlista- og handíðaskólanum hér í denn. Á þeim tíma var auðvelt að tengja slíkar pælingar við myndagerð því margir af kennurunum voru þá mikið að vinna með samspil mynda og texta – og í raun hvaðeina sem hafði að gera með frásögnina í verkinu. Nefni þá hér sérstaklega til sögunnar Helga Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson en almennt var þessi nálgun mjög ofarlega á baugi og tengdist auðvitað konseptinu og öllu því sem á undan var komið.

Meðal þess sem ég velti fyrir mér á þessum tíma var að reyna að finna kjarnann í ýmsum gömlum sögnum. Meðal annars var ég þar undir áhrifum frá Elias Canetti sem hafði skrifað fróðlegar bækur um táknsæi í ýmsu samhengi sem spannaði í raun alla menningarsöguna – frá arfsögnum aftan úr fornöld til iðnaðarsamfélagsins. Canetti greindi m.a. þau sameiginlegu tákn sem þeir koma sér upp er ferðast saman í gegnum mannkynssöguna (hvort sem við nefnum þessa hópa „þjóðir“ eða einhverju öðru nafni). Hann komst m.a. að því að skógurinn væri djúpsálartákn Þjóðverja og talaði um marserandi tré:

The parallel rigidity of the upright trees and their density and number fill the heart of the German with a deep and mysterious delight.

Súrt regn var annars mikið í umræðunni á þessum tíma og fram kom í fréttum að það manngerða fyrirbæri væri að drepa Svartaskóg og aðra skóga í landi þýðverskra. Málarinn Anselm Kiefer (sem á þessum árum var í hálfguðatölu) kveikti á þessu og rithöfundurinn Günter Grass einnig – og báðir tengdu þeir þessa hnignun eða útrýmingu skóganna beint inn í menningarsöguna. Gaman var að fylgjast með þeim pælingum.

Eins og maður gerir gjarnan á skólabekk, fór ég að dunda við að heimfæra þessar vangaveltur upp á okkur hér á hjara veraldar – hvert væri það djúpsálartákn sem kæmi við kvikuna í mörlandanum? Svarið sem ég kom með var að mögulega mætti telja húsið vera þetta tákn – með þeim rökum að ekkert geti verið mikilvægara fyrir lífsafkomuna hér á hjara veraldar en húsaskjólið. Það myndi einnig skýra að Íslendingar – jafnskeytingarlausir og þeir eru um flest sem skiptir máli – hafa ævinlega mjög miklar skoðanir á húsum.

Man annars eftir að um þessar mundir var því slegið upp að alþjóðleg rannsókn hefði leitt í ljós að Ísland væri vindbarðasta menningarsvæði í heimi. Jú það lá að – sá sem þar býr getur ekki verið án húss sem skýlir honum fyrir norðanvindinum.

Norðanvindurinn nefnist annars Boreas, eftir gríska guðinum sem var hans persónugering og tengist gömlum arfsögnum um staðinn handan við norðanvindinn – eða Hyperboreu -sem gríski landkönnuðurinn Pytheas mun hafa nefnt eftir ferð sína um norðurálfu árið 325 f.kr. eða þar um bil. Samkvæmt Pytheasi var Hyperborea (eða Thule) land elda og ísa þar sem sólin aldrei settist.

Fleiri könnuðir og höfundar fornaldar nefna Hyperboreu (þar á meðal Pliny eldri) en mjög var á reiki hvar í álfu menn telja að það landi liggi. Þegar nær dregur miðöldum blandast þessar arfsagnir um Hyperboreu og Thule saman í kostulegan graut sem viðhaldið er í gegnum aldirnar en úrkynjast síðan endanlega hjá Nietzsche í lok nítjándu aldar.

Allt þetta – og raunar fleira – kom saman í kolli mínum þegar ég var að vinna lokaverkefnið mitt í MHÍ veturinn 1987 – 1988. Inn á eina myndina skrifaði ég einfaldlega „Hyper – borea“ til þess að koma boðunum til skila – skemmstu leið. Eins og sjá má er húsið á sínum stað og yfirskriftin svolítið neon-leg eins og til þess að undirstrika meðvitund um hvað við erum nú hipp og kúl. Þetta er samt löngu áður en menn fara að tala á þeim nótum.

hyperborea1

Hyper – borea  æting og þurrnál  36×49  1988

//  In the preceding post I mentioned lands that are nowhere to be found on the modern world map but are nonetheless alive and kicking in the mindset. I’ve always been interested in legends of such lands, and this was not the least reason why I applied for (and attended) the Icelandic College of Arts and Crafts from 1984 to 1988.

In those years, it was easy to connect such speculations with picture-making as many of my teachers were then employed in the interplay of texts and pictorial work. I mention two in particular; Helgi Þorgils Friðjónsson and Kristinn G. Harðarson, but the approach was very much ‘on’ and of course that was because of influences from conceptual art and such.

A part of the (scholarly) wonderings of the time were those of discerning the core of old legends. There I was influenced by the writings of Elias Canetti, who had written some very illuminating books on the semiotics that can be traced through the entirety of humanity – from the legends of antiquity to industrial society. Canetti for example scrutinised the overarching symbols adopted by crowds travelling together through the ages (whether we speak of those crowds as nations or in other contexts). He found that the forest was the deep set symbol of the Germans and wrote on marching forest:

The parallel rigidity of the upright trees and their density and number fill the heart of the German with a deep and mysterious delight.

Acid rain was was very much discussed at the time and the news told that this man-made phenomenon was killing Schwartzwald and other German forests. The painter Anselm Kiefer (who was a near deity at the time) reacted to this and so did writer Günter Grass – both seemingly thought the decline or extermination of the German forest had cultural implications. It was fun to follow the discourse.

Such ideas are apt to appeal to your imagination as a student and you are tempted to align them with what is at hand – what was the deep-set symbol of the remote island crowd that I was part of? The answer I brought up was that of the house, that in all reality you could view the house as the essence of being at these high latitudes. It would also serve to explain the curious fixation of Icelanders on architecture. Everybody (and I mean everybody) has a strong opinion on houses whether they being built or torn down or simply staying in their place – but then remain indifferent to oh so many other vital questions.

I recall from this time an international survey which seemed to confirm that our island was the most intensely wind-battered populated area in the whole world. For me this went to show that anyone living there had to have some house to shelter him from the north wind.

The north wind is also called Boreas, after the Greek god who personified it, and then we have all those legends of the place beyond the north wind – or Hyperborea, which the Greek explorer Pytheas presumably mentioned after his voyage of the north hemisphere around 325 B.C. In Pytheas’ writings Hyperborea (or Thule) was the land of fires and ice where the sun never set. Other explorers and writers of antiquity also name Hyperborea (including Pliny the elder) but it is increasingly ambiguous where this land is supposed to lie. When we get to the middle ages the legend of Hyperborea becomes quite fantastical until it reaches its ultimate degeneration in the writings of Nietzsche by the end of the nineteenth century.

These wonderings – and other besides – went through my mind as I was preparing the final (or graduation) project in art school during the winter of 1987 to 1988. Onto one of the pictures I simply wrote “Hyperborea” to convey the message as directly as possible. As you can see the house is there as well and the lettering has some neon qualities, like to emphasise a feeling of being “hip and cool” – but it should be noted that this was before people started to use those terms.

Hyper – borea  etching and drypoint  36×49  1988

þá-þrá // nostalgia

Sulnatindar 01 02 2015 23x55Þráin eftir veröld sem var (eða ef-til-vill var) er máttugt hreyfiafl. Þegar þráin lætur á sér kræla innra með okkur nefnist það nostalgía (eða þá-þrá einsog segir á mjólkurfernunum): löngun eftir að vera aftur (og á ný) staddur á einhverjum punkti í tíma og rúmi – einhverjum samastað sem tekið hefur sér bólfestu í hugskoti manns í gegnum upplifanir á lífsleiðinni.

En löngunin á einnig til að rista dýpra og hjá þeim sem þannig er ástatt um er þráin ekki einungis bundin því sem áður var á æviskeiðinu heldur getur hún einnig náð til löngu liðins tíma. Þá felst aflvaki þrárinnar í ímyndun um kringumstæður sem oft eru tengdar sögum og sögnum af fjarlægum löndum, og þá jafnt þeim sem ekki finnast á landakortinu eða eru fyrst og fremst til á landakorti hugans. Þessi lönd eru mörgum afar kunnugleg engu að síður og jafnvel að því marki að vera heimilisleg – sá sem hverfur að slíkum lendum í hugskotinu er kominn „heim“.

Þessi dýpri þrá greinir sig ennfremur frá nostalgíunni (sem alltaf er bundin fortíðinni) með því að hún getur jafnt beinst að fortíð, nútíð og framtíð og jafnvel þeirri tíð sem hefði getað orðið. Íslenskunni er ekki mjög tamt að gera þennan greinarmun í sínum orðum en þýskan lýsir því ágætlega að um er að ræða tvö ólík en skyld fyrirbæri með því að bjóða upp á orðið „sehnsucht“ til hliðar við „nostalgie“. Sérstaklega er undirstrikað í merkingunni að viðfang sehnsucht-þrárinnar sé ævinlega utan seilingar og jafnvel ónálganlegt. Iðulega skapar það sára (eða ljúfsára) tilfinningu missis og söknuðar.

Ég tek fram að þýsk tunga er mér ekki töm en orðið „sehnsucht“ hefur ákveðna list- og menningarsögulega skírskotun (sérstaklega til rómantíkurinnar) auk þess sem Rammstein nefndu plötu þessu nafni á sínum tíma. Það gat nú ekki annað en vakið áhuga á fyrirbærinu!

Um daginn varð mér hugsað eftir þessum brautum þegar ég passaði strákana hennar Önnu minnar kvöldpart og gat gluggað í þá prýðisgóðu bók „Reykjavík sem ekki varð“ eftir sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur og arkitektinn Guðna Valberg. Þótt bókin sé þannig séð fræðileg úttekt á því sem gæti hafa verið fannst mér ég líka greina ákveðinn söknuð. Það birtist m.a. í því að jafnvel kím þeirrar „Reykjavíkur sem ekki varð“ látið víkja eins og tilfellið er með gasstöðina (gömlu) við Hlemm. Það flaug í gegnum hugann við lesturinn að kórusinn úr laginu hans Megasar væri mögulega um byggingarlist sem væri þeirrar náttúru að eldast illa; um það gráa – grátlega marklausa og smáa – sem komið hafi í stað hins sem gæti hafa verið – hefði því verið leyft að standa.

Gasstöðin við Hlemm, af bloggi Egils Helgasonar, en hann mun hafa bísað myndinni af Facebook síðunni Reykjavík101.

Er síðan á því að Ófeigur Sigurðsson feti einnig slóðir þess „sem ekki varð“ í skáldsögu sinni um Öræfin sem gerð var að umtalsefni í fyrri pistli. Hlustaði af athygli þegar Ófeigur vék að undirvitundunni í ávarpi sínu á Bessastöðum sl. föstudag og setti hana óðara í samhengi við þrána eftir því sem gæti (hafa) verið. Hló síðan upphátt þegar öflugur selbiti fylgdi á eftir um geðheilsu þjóðarinnar

sem helst stafar hætta af framsókn í nafni þjóðmenningar; framkvæmdum, framleiðslu og öllu sem byrjar á fram-.

Ég gengst fúslega við því að vera haldinn þrá eftir veröld sem (kannski) var og í mínu sinni er sú þrá nátengd tilfinningu um missi og leitun eftir hinu fagra. Þegar mér tekst vel upp í leitinni segir Sólborg mín stundum að andblærinn minni hana á Þórarinn B. Það samhengi getur passað því sannfæring mín er sú að það hefði þjónað minni lund að vera vera uppi á nítjándu öldinni eða kringum aldamótin 1900 og mega sinna hinu og þessu; vera generalisti og þess vegna grúska í jarðsögunni samhliða því að búa til rómantískar myndir af landi sem bælir sig undir himni að áliðnum síðsumardegi.

Súlnatindar  akvarella  ca. 23×55  2015

//  The yearning for the world that was (or may have been) is a powerful force. When the yearning takes hold of our inner self we call it nostalgia; a longing to find ourselves (again) at a more or less specific point in time and space – a place that we have fostered within us through experiences encountered.

But the longing can also go deeper and for those beset the yearning is not only bound to the experiences of his/her lifetime but can encompass the distant past. Then the yearning is driven by imaginings often associated with circumstances in legendary lands. Nevertheless these lands become very familiar and indeed someone arriving at such a land in his mind will feel like coming “home”.

This deeper yearning is also different from nostalgia (which is always bound to the past) in that it can be for the past, present and future, and even that which might have been. This difference is not so transparent in English (or in Icelandic which only very recently acquired an ‘indigenous’ word for nostalgia) but the German language has a way of interpreting two related but distinctive concepts; that of sehnsucht vs. nostalgia.

It should be noted that I have only rudimentary knowledge of German so this distinction would be lost on me if it were not for the fact that sehnsucht is a term used in art history and cultural studies especially when dealing with the romantic era. Rammstein also issued a record by this name in 1997 and that was bound to elicit some interest!

In German the meaning of sehnsucht is taken to mean thoughts and feelings about all facets of life that are unfinished or imperfect, paired with a yearning for ideal alternative experiences.The object of this yearning is often out of reach and at times unattainable. That is apt to cause a harsh (sometimes ambivalent or bitter-sweet) feeling of loss and longing.

The other day my thoughts strayed along those tracks when I leafed through an excellent book on the Reykjavík that never was to be, written by the historian Anna Dröfn Ágústsdóttir and the architect Guðni Valberg, and published in 2014. The subject is the never (fully) realised plans and construction projects which were on the drawing board in the capital from the late 19th century until the 1980s. A prime feature of the book is a number of computer generated images depicting how familiar surroundings would look had the plans gone ahead. I have taken the liberty of including one of those images.

"The Reykjavík that was not to be": The Citadel of Icelandic Culture (where Hallgrímskirkja now stands) with the railway station in the background.

“The Reykjavík that was not to be”: The Citadel of Icelandic Culture (where Hallgrímskirkja now stands) with the railway station in the background.

Although this book is mainly a scholarly work it is nevertheless permeated by a sense of longing and even loss – sehnsucht if you will. In my mind this sense is associated with the fact that even the some sprouts of the city-to-be were brutally quashed and demolished, such as the old gas-station by Hlemmur which music-legend Megas eulogised in 1976 (see picture in the Icelandic text above). 

I’m furthermore of the opinion that writer Ófeigur Sigurðsson, who I mentioned in a previous post, is in fact dealing with what was not-to-be in his book Öræfi.

I readily profess to a longing for a world that (perhaps) was and in my mind this yearning is closely associated to a feeling of loss and the search for the sublime. Sometimes when I make some headway in that quest my Sólborg says that the atmosphere reminds her of Þórarinn B. Þorláksson.That connection is probably fitting because I have always been convinced that it would have suited me perfectly to ‘bunbury’ through the late nineteenth century, and the years around the turn of century; to be a generalist and sit down to make some geological observations while at the same time sketching romantic pictures of a land that goes to rest under a still late-summer evening sky.

Mts. Súlnatindar  aquarelle  ca. 23×55  2015

tengingar // associations

Hún Anna Guðrún systir mín gaf mér nýlega eftirprentun af ljósmynd úr ranni Ljósmyndasafns Íslands, sem hún sér um að forvalta Inga Lára kona Magnúsar Karels samstarfsmanns míns.

Úr: Mýrargötusvæði húsakönnun og fornleifaskráning, Minjastofnun Reykjavíkur 2003.

Myndin hefur tengingu við síðasta pistil því hún er af húsi Jóns Borgfirðíngs, langalangafa okkar, sem var samferðamaður Gröndals í gegnum tíðina; þeir tveir enda nánast jafngamlir uppá dag. Síðustu æviárin bjó Gröndal einnig við Vesturgötuna, síðast á Vesturgötu 16 frá 1888. Óvíst er hins vegar að Jón Borgfirðíngur hafi þá enn búið í húsinu nr. 20 því hann mun hafa brugðið búi um 1890 og flutti síðan 1894 norður til Akureyrar þar sem bjó hjá Klemensi syni sínum, langafa okkar.

Hitt má telja víst að þeir Gröndal og langalangafi hafi verið mestu mátar því eintak 2. útgáfu (1891) Sögunnar af Heljarslóðarorrustu á þjóðdeild Landsbókasafnsins mun vera áletruð svo: „Til Jóns Borgfirðings, vinsemd, höf.“

//  My sister, Anna Guðrún, recently gave me a reprint of a photograph that has an association with the previous post. The very small house in the middle is that of our great-great-grandfather, who went by the name Jón Borgfirðíngur, as his roots were in Borgarfjörður. His house has now been torn down, but it stood by Vesturgata in Reykjavík, and was his humble abode from 1865 to 1890. Jón Borgfirðingur was a contemporary of Benedikt Gröndal; the two of them born within a few days of each other in 1826. They were also on amicable terms as can be seen from the fact that a copy of the 1891 edition of Sagan af Heljarslóðarorrustu, kept by the national library, is inscribed by the author with a friendly greeting addressed to our great-great-grandfather.

af ýkjusögum // of tall tales

Úr Öræfum  26x55 2015Hef nýlokið við Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, mér til óblandinnar ánægju. Við lesturinn flugu oft í gegnum hugann ýmsar tengingar við Söguna af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Gröndal – og er það síst leiðri að líkjast. Í útgáfu þeirrar sögu frá 1921 er frásögnin af atburðum í „norðrhálfu“ spyrt við Þórðar sögu Geirmundarsonar undir heitinu Gamansögur. Óvíst er hvort það heiti hafi verið að skapi Gröndals (sem dó 1907) en útgefandinn Ársæll Árnason var a.m.k. með það á hreinu að þessar sögur væru „hvorki dægurflugur né vísindarit; þeirra ódauðlegur máttur liggur í því að við lestur þeirra hlægja menn jafn hjartanlega nú sem fyrst þegar þær komu út, og munu gera um ókomnar aldir á hverju sem veltur um smekk og tízku í bókmenntum.“

Nú má vera að Ófeigur taki því fálega að skáldverk hans sé sett í slíkt samhengi gamansögunnar en eitt er víst að ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og jafninnilega að nokkrum texta. Kostulegar ýkjurnar eru óborganlegar og einnig skensið um örnefnin sem skemmtir vel hverjum þeim sem eitthvað þekkir til í Öræfunum.

Að einu leyti sker þó bók Ófeigs sig frá sögunum um Heljarslóðarorrustu og Þórð Geirmundsson og það er í náttúrulýsingunum. Þær eru kostulegar hjá Gröndal samanber lýsingin á því þegar samferðamaður Þórðar Geirmundssonar tók á sig arnarham og flaug yfir á Snæfellsjökul hvar hann hlassaðist niður – „er þar skál í jöklinum síðan og sést hún vel frá Reykjavík“.

Á hinn bóginn er engu líkara en Ófeigur beri allt að því óttablandna virðingu fyrir því leiksviði sem hann valdi sinni sögu. Mögulegt er einnig að hann telji að stórbrotið umhverfið í Öræfunum þurfi engar ýkjur – að bæta í lýsinguna myndi ekki skila neinu. Uppfærsla Ófeigs á sér þess vegna stað í býsna realistískri leikmynd.

Viðkvæðið í mínum myndum er svosem alltaf um realisma og ýkjur – með einum eða öðrum hætti. Sumar ýkjurnar koma af nauðsyn – aðrar af hendingu – og síðan kemur tilviljunin oft inn í myndina eins og goðin í gangverkinu.

Úr Öræfum  akvarella  26×55  2015

//  I’ve just finished reading the novel “Öræfi” by Ófeigur Sigurðsson to my intense enjoyment. The book – a prime candidate for the annual Icelandic literature prize which will be awarded in the coming week – is essentially a tall tale of people living in and travelling through Öræfasveit. In many aspects the tale is reminiscent of Sagan af Heljarslóðarorrustu by Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, a tale first published in 1861 reciting in a fabulous fashion the Battle of Solferino in 1859 and other associated events. The style is that of the old Icelandic sagas (and medieval romances) sometimes adopting influences from Rabelais and Swift, but the book is nonetheless truly unique in the whole canon of Icelandic literature.

When I read “Öræfi” such associations with Gröndal often came to mind in particular with regard to the characterisation of persons, many of which are people living in Öræfasveit. There is however a difference when it comes to the portrayal of nature and environment in the two tales. While Gröndal exaggerates most of such settings Ófeigur seems highly reluctant to do so. It is as if one can sense some deep-rooted respect for the elements that Ófeigur has chosen as the scenery/backdrop for his novel. It can also be that he does not regard the surroundings in Öræfasveit as in need of some exaggeration – that it would be pointless to add something extra to the realism.

In my works the deal is often that of realism vs. exaggerations. Some of the exaggerations are indeed necessary – while other are more of a happening. Then there is coincidence that often can appear like the dei ex machina.

From Öræfasveit  aquarelle  26×55  2015

 

landnyrðingur // the landward northerner

Hver vindátt hefur sín einkenni og hér sunnanlands fer það vart framhjá neinum þegar hann leggst í „landnyrðing“ en svo nefnist andstæða útsynningsins sem ég nefndi í síðasta pistli. Aftur er heitið næsta auðrekjanlegt til Víkinganna í Vestur-Noregi og aukin sönnun fyrir upprunanum er að frændur okkar Færeyingar tala um landnyrðing og aðrar slíkar austrænar áttir. Er þó engu „landi“ fyrir að fara á þeirra slóðum.

Hér sunnanlands stendur landnyrðingur bæði fyrir vindátt og ákveðnu veðurlagi, þar sem gjarnan er bjart yfir samfara þurrakulda í nokkuð stífum blæstri. Ólíkt byljóttum útsynningnum er landnyrðingurinn þéttur og stöðugur eða eins og segir í vísu er Þórður Tómasson frá Vallnatúni, safnvörður í Skógum, birtir í bók sinni Veðurfræði Eyfellings:

Útsynningur grettinn, grár,
grimmur í éljaróti.
Landnyrðingur þybbinn, þrár
þessum blæs á móti.

Ég hef áður vitnað í fjórðu bók Þórbergs með upprifjunum úr Suðursveit en þar hefur hann eftir Þórarni föðurbróður sínum, sem þótti hafa takmarkalausa orðamergð og orðatilbreytingar um skuggalegt veðurútlit:

Nú strúar hann andskotans landnyrðinginn upp í Hornið … [og] farinn að forskyggna fram af Borgarhafnarfjallinu.

Þrátt fyrir fornt yfirbragð er þetta býsna lýsandi og ég sé fyrir mér hvernig hvít skýjahulan skríður einsog ullarlagður undan stífum vindinum, framaf fjallsbrúnunum og niður hvilftir og dali allt frá Suðursveitinni austur í Almannaskarð. Og fyrirbærið er vissulega myndrænt – ekki síður en éljaklakkarnir í útsynningnum.

Leggst í landnyrðing  30x40 2015

Um leið og ég pósta þessa mynd dettur mér í hug að landnyrðingurinn hafi framkallað eitt og annað örnefnið. Til dæmis ekki ólíklegt að örnefnið Hekla vísi til þess að norðaustanstengurinn (sem svo oft liggur ofan af landmannaafréttunum) skreyti fjallið með þykku skýjasjali. Allavega finnst mér sú tilgáta skemmtileg.

Leggst í landnyrðing  akvarella 30×40  2015

//  Every wind direction has its characteristics and here in the south part of the country you never miss it when the wind turns to the north-east. In the post before this one I mentioned the turbulent Southwester but its counterpart has also a name for itself – “landnyrðingur” (literally landward Northerner).

The ‘land’ in the name means east and has its origins in the language of the seafarers of West Norway. This ancestry can also be seen in that the Faroe Islanders use landnyrðingur and other such terms for the main wind directions. There is however scant “land” to designate in those parts.

Here in the southern part of Iceland “landnyrðingur” is both a wind direction and a type of weather, often quite bright but dry and cold and usually coupled with a stiff, relentless wind. It is not uncommon to see thick shawls of cloud travelling with the wind over mountain edges and down into the valleys. This can often be picturesque.

Going over to landward north  aquarelle  30×40  2015