Undir háum himni

Undir háum himni // Under tall skies Myndlistarsýning í Mjólkurbúðinni, Listagilinu á Akureyri. Opnun 5. júlí 2014 kl. 15:00. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00. Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks – línu og flatar – himins og jarðar. Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu

Undir háum himni // Under tall skies Art exhibition in Mjólkurbúðin (gallery), located in the Listagil, Akureyri. Vernissage: 5 July 2014 (15:00). Open daily 6 – 13 July from 10:00 to 18:00. Tryggvi Thórhallsson exhibits aquarelles that venture to capture the immensely diverse luminosity of the high northern latitudes. The approach adopted is a search for unity between drawing and painting – line and space – the celestial and the earthly. Even though the subject is classic the artist nonetheless maintains that few phenomena are as related to culture as the experience of our surroundings in pictures. Landscape has a two-fold existance: One in the so-called physical world and another in the mind of the those that dwell or travel in the land.

Recent Posts

  1. farir sléttar 1 Reply
  2. blýantsteikningar í Gallerí Laugalæk Leave a reply
  3. upprifjun Leave a reply
  4. snjóalög // snowdrifts 1 Reply
  5. landsins lund // the inclination of land 1 Reply
  6. í kyrrðinni er andinn // the sanctified calm Leave a reply
  7. úrvalsfellið // mount superior Leave a reply
  8. á Víknaslóðum // on the trails of the Inlets Leave a reply
  9. flóafriður // pastorale Leave a reply