Undir háum himni

Undir háum himni // Under tall skies Myndlistarsýning í Mjólkurbúðinni, Listagilinu á Akureyri. Opnun 5. júlí 2014 kl. 15:00. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00. Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks – línu og flatar – himins og jarðar. Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu

Undir háum himni // Under tall skies Art exhibition in Mjólkurbúðin (gallery), located in the Listagil, Akureyri. Vernissage: 5 July 2014 (15:00). Open daily 6 – 13 July from 10:00 to 18:00. Tryggvi Thórhallsson exhibits aquarelles that venture to capture the immensely diverse luminosity of the high northern latitudes. The approach adopted is a search for unity between drawing and painting – line and space – the celestial and the earthly. Even though the subject is classic the artist nonetheless maintains that few phenomena are as related to culture as the experience of our surroundings in pictures. Landscape has a two-fold existance: One in the so-called physical world and another in the mind of the those that dwell or travel in the land.

Recent Posts

blýantsteikningar í Gallerí Laugalæk

noise and grain 002

Yfirborð þessa ‘nýfundnalands’ er heillandi með samansafni sínu af grjóti og völum – í bland við stöku hnullung. Maður veltir vöngum hversu langt litskrúðugt líparítið hefur ferðast, þar sem liggur og sker sig frá gráu basaltinu – sem nóg er af. Lögunin ber yfirleitt vitni um bæði feykilegan lóðréttan þrýsting sem og lárétta veltandi hreyfinguna í straumstefnunni. Öll formin eru síðan felld inn í eða kaffærð í þéttum vef af fremur fínthörpuðum mulningi, sem þó getur verið býsna grófur.

Fyrir mér er æfingin við að greina þetta sjónarspil í teikningu ekki ósvipað því ferli sem skapaði myndefnið til þess að byrja með. Að koma til skila höndlanlegu grjótinu innan um kliðinn í mulinni og harpaðri jökulurð. Og allt á sér þetta stað með vísan til höfuðátta, hæðar og dýptar í landslaginu.

gambra grettistök

//  grain and noise – pencil drawings in Gallerí Laugalækur

The surface of this new-found land is intriguing in its assortment of cobbles and pebbles with an occasional boulder thrown in for good measure. One can speculate how far the vivid rhyolite has traveled while recording the contrast it renders against the abundant basaltic gray. Evident in most of the discernible shapes is the combination of sheer crushing vertical pressure along with the rolling, grinding motion of the flow direction. All this more or less embedded in a matrix of finely or not so finely ground gravel.

For me the manner of depicting this relationship in a drawing takes on a semblance of the process which has rendered the motive in the first place. The grain of the intelligible set in the noise of the ground jumble. All within a frame of reference containing the points of the compass, height and depth in the landscape.

hátt í skeri

korn&kliður 08 12 2018002

urð og grjót I 20x29 2018

foss vestan

grain&noise I

foss álar 20x29 2018

noise and grain 003

korn&kliður 08 12 2018006

sjávar lag III

grain&noise X

 

 

  1. upprifjun Leave a reply
  2. snjóalög // snowdrifts 1 Reply
  3. landsins lund // the inclination of land 1 Reply
  4. í kyrrðinni er andinn // the sanctified calm Leave a reply
  5. úrvalsfellið // mount superior Leave a reply
  6. á Víknaslóðum // on the trails of the Inlets Leave a reply
  7. flóafriður // pastorale Leave a reply
  8. heimsenda happdrættið Leave a reply
  9. inn í fjarskann // into the wide blue yonder Leave a reply