um mig og vefinn // my profile and this web

Tryggvi Þórhallsson (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.
Tryggvi er félagi í Íslenskri grafík.

Auk þess að vera lærður myndlistarmaður er Tryggvi lögfræðingur og starfar sem slíkur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áhugamaður um allt milli himins og jarðar – og jarðfræði sérstaklega enda var hann kominn áleiðis í námi í þeirri grein þegar myndlistin kallaði vorið 1984. Óforbetranlegur fjölfræðingur og sér mest eftir því að hafa ekki fæðst einhverjum hundrað árum fyrr á ofanverðri 19. öldinni og átt þess kost að snæða kvöldverð, þó ekki væri nema einu sinni með Oscar Wilde (en gallinn er sá að Wilde myndi sennilega hafa viljað vera uppi á seinni hluta 20. aldar…)

Tryggvi Thórhallsson (b. 1962) attended the Icelandic College of Arts and Crafts from 1984 to 1988 and received training in the printmaking arts. During the studies and for some years after graduation Tryggvi participated in group exhibitions with fellow artists. Annually he has held solo exhibitions from 2012. He is a member of the Icelandic Printmakers‘ Association (IPA) and in addition to watercolour he works with drawing, etching and drypoint.

Besides his artistic background Tryggvi is a trained lawyer and works as one with the Icelandic Association of Local Authorities. He takes interest is most of what happens between heaven and earth – and especially in the earth as geology is a favourite pastime; (he was under-way in geology studies when he enrolled in the Iceleandic College of Arts and Crafts). It can therefore be said that Tryggvi is an incorrigible generalist whose greatest lament is not to have been born in the later half of the nineteenth century, with the possibility of dining (once would suffice!) with Oscar Wilde (the snag being that Wilde would probably have wanted to be born a hundred years later…)

Þessi vefur fór í loftið samhliða opnun sýningarinnar „undir háum himni“ á Akureyri í júlí 2014. Vefurinn er blanda af galleríi og bloggi.

This web went on the air alongside the opening of the “under tall skies” exhibition in Akureyri, in July 2014. The web is intended as a mix of gallery and blog.

Recent Posts

Eldá og Eldhraunið nyrðra

Eldhraunið nyrðra 22 08 2021 – grafít á pappír 21×29
Eldhraun 20 07 2021 – grafít á pappír 21×29
Hraun 21 08 2021 – grafít á pappír 21×29
Við Eldá 17 08 2021 – grafít á pappír 21×29
Eldhraun nyrðra 18 08 2021 – grafít á pappír 21×29
Boðaföll í farvegi Eldár 16 08 2021 – grafít á pappír 21×29
Holuhraun 22 08 2021 – grafít á pappír 21×29

  1. áherzlur // emphases Leave a reply
  2. ríki sjávar // sea state 1 Reply
  3. Skissur, Hveragerði ágúst 2019 Leave a reply
  4. farir sléttar 1 Reply
  5. blýantsteikningar í Gallerí Laugalæk Leave a reply
  6. upprifjun Leave a reply
  7. snjóalög // snowdrifts 1 Reply
  8. landsins lund // the inclination of land 1 Reply
  9. í kyrrðinni er andinn // the sanctified calm Leave a reply