rittiktúrur // idiosyncratically speaking

Þegar ég var að setja yfirskrift sýningarinnar á blað fannst mér endilega að hún ætti að hljóða „apríl grimmastur mánuða“. Ákveðinn galli á þessari afstöðu minni var að þessi fleirtölumynd af orðinu „mánuður“ finnst víst ekki og verður því að teljast vera einhvers konar sérviska í mér. Ástæða er til að taka þetta sérstaklega fram þar sem sýningarskrá og efni tengt sýningunni fór í gegnum prófarkalestur hjá Gallerí Gróttu þar sem spurt var „Viltu hafa þetta svona?“ Ég svaraði játandi og get því ekki annað – hér með – en leyst grandvara starfsmenn Seltjarnarnesbæjar undan því að hafa orðið á í messunni. 

Stundum er sagt að mannskepnan sé einfaldlega summan af þeim vana sem hún hefur komið sér upp. Taka má undir þá skoðun, en kryddið í þeirri jöfnu er nú samt þær tiktúrur og sérviska sem er hverjum og einum eðlislæg. Þessi sérviska skýtur iðulega upp kollinum í myndunum mínum – nefni sem dæmi að brött fjallshlíð sem ber við himinn finnst mér alltaf þurfa að enda á litlu horni áður en ávalur toppurinn tekur við. Eðli málsins samkvæmt getur það varla átt við öll sjónarhorn og þegar upp er staðið segir þetta ef til vill mest um það hvaða stað maður velur sér í tilverunni hverju sinni.

Úthagi 26x38 2015

Úthagi  akvarella  26×38  2015

//  This is a blog that has to do with the peculiarites of the Icelandic language. It deals with the fact that when the name of the exhibition was nailed down I was somewhat obsessed with the plural form of ‘month’ in Icelandic, and that – in this instance – it should sound „mánuða“ rather than „mánaða“. A very subtle difference indeed (but that is something we natives are used to).

As the form „mánuða“ cannot be found in dictionaries and it is imperative that I hereby exonerate Gallery Grotta and its proofreaders of any blunder!

Sometimes it is said that the human creature is simply the sum of its acquired habits. I concur, but the spice in that equation is nevertheless the inherent idiosyncrasy of each and one. Such tendencies often tweak my work, for example when rendering a steep hillside, where the landmass always has to have a small promontory against the sky before levelling out. The law governing the nature of things states that this will not be found at every angle. When all is said and done it therefore boils down to the conclusion that what really matters is the place you chose to position yourself at any given moment.

Peripheral pasture  aquarelle  26×38  2015

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s