vöntunarskortur á minnkandi tilgangsleysi // a deficient shortage of receding purposelessness

Svolítil umræða í gangi um tilgang og tilgangsleysi. Það er fínt.

Sjálfur er ég hallur undir tilgangshyggju. Tel að náttúrufyrirbæri, ekki hvað síst lífið sjálft, eigi sér tilgang sem hægt er að grennslast fyrir um. Tek þó skýrt fram að þar er ekki verið að vísa til þess sem nefnt er ‘vitræn hönnun’. Hef í sjálfu sér lítið á móti þeirri hugmynd – hún er áhugaverð en yfirleitt afflutt til þess að halda lífi í sköpunarsögu biblíunnar. Og það er ekki alveg nógu gott því mín reynsla er sú að trúarlegt samhengi sé yfirleitt til þess að fallið að drepa vitrænni umræðu á dreif.

Á hinn bóginn er alveg ljóst að sá sem pælir í tilgangi er oftar en ekki á höttunum eftir merkingu í stóra samhenginu.  Góður vinur minn – sem nóta bene er ekki leikmaður í náttúrufræðunum eins og ég – orðaði það þannig í nýlegu samtali að hann hugsaði tenginguna gjarnan á þann veg að tilgangur sé merking sem er orðin „stefnubundin“ eða byggð á ákveðnum gildum, en á sama tíma er merkingin sem verður til í ferlum náttúrunnar (sérstaklega lífsformanna) líka heimili/form þekkingar (minnis, huga/hugsunar) – og einnig með þeim hætti nátengd tilgangshugtakinu. Kinkaði kolli þegar hér var komið í samtalinu því þetta með að merkingin sé heimili minnis og hugsunar er steinn sem ég hef svolítið verið á klappa hér á blogginu.

En ef við gefum okkur að öll náttúrufyrirbæri eigi sér tilgang leiðir það nú til þess að leitin að merkingu einskorðast ekki við það sem er mannskepnunni ’til góða’ í einhverjum skilningi. Bókin sem Bísamrottan las í hengirúminu við fjölskyldubústaðinn í Múmíndalnum hét Um tilgangsleysi allra hluta. Held að þetta heiti hljóti að vísa til hins manngerða (gaflar eru dæmið sem hún wikipedía notar) jafnt og alls hins sem er til af sjálfu sér (leðurblökur til dæmis).

Til þess má einnig horfa að mannmiðaður tilgangur hefur oftast þann eiginleika að vera endanlegur, hvort sem horft er til tilgangs samkvæmt klassískri vestrænni heimspeki eða í skilningi vitrænnar hönnunar (og það er einmitt endanleikinn sem ljær þeirri hugmynd sitt trúarlega yfirbragð) . Í mínum huga er það hins vegar svo að tilgangur í þeirri stóru mynd sem hér er rissuð geti varla verið „endanlegur“ í einhverjum skilningi.  Og það sama held ég – eðli málsins samkvæmt – að hljóti að gilda um tilgangsleysi allra hluta. Sá þanki leiðir til þess að ekki sé hægt að slá því föstu að tilgangsleysið sé absólútt og óumbreytanlegt.

Tilgangur – samkvæmt minum skilningi – verður til með endurtekningunni og er þar með nátengdur þróunarsögunni og birtingarmynd breytingarinnar, hvort sem hún á sér stað í skammtastærðum á fiseindaplaninu, árstíðarskiptum á jarðneska planinu eða andardrætti hulduefnisins á því kosmíska.

Náttúrufyrirbærin, þar með talið lífið sjálft, nýta sér endurtekna breytinguna, og taka sér form í samræmi við hana. Út frá orkubúskap er nýtingin oft augljóslega viðkomandi til góða.  En stundum er þetta samhengi alls ekki ljóst. Það mun alltaf fylla hug minn af undrun og einhvers konar aðdáun að sjá kríuna hér að vori vitandi að hún nýtir sér árstíðarbreytinguna til þess að takast á hendur (eða vængi) ferðalag yfir hálfan hnöttinn.

Fjöll og firnindi taka sér einnig, með hliðstæðum hætti og það sem lifandi telst, form í samræmi við endurteknar árstíðarbreytingar (og aðrar breytingar á lengri tímaskala). Hvort þessar breytingar séu þessum fyrirbærum „til góða“ í einhverjum skilningi skal ósagt látið. En það er allavega gaman að velta þeim fyrir sér í mynd!

Hauststemming

hauststemming  //  autumn scene 28×40  2018

// We are having a amicable debate on purpose and purposelessness. A discourse nice to have.

Vorstemming

vorstemming  //  spring scene 32×45  2018

I am myself rather inclined toward purpose being inherent in the grander scheme of things. In fact I think that natural phenomena, life itself not the least, do have a purpose that can be scrutinized. But please note that in this I am definitely abstaining from the idea of intelligent design. I have nothing in particular against the the idea as such; it is interesting but often twisted to keep alive the creation myth of the bible. That is not nice because in my experience all religious connotations only serve to distort  rational/intelligent discourse.

On the other hand it is pretty clear that anyone who scrutinizes the purpose of natural phenomena is often looking for meaning in the grander scheme of things. A good friend of mine – not a layperson in the natural sciences like I am – illuminated the interplay between purpose of natural phenomena and meaning in a recent conversation with the following rationale: Purpose can be viewed as meaning that has become bound by a direction or is based on certain values. At the same time meaning – indicating that which comes into being through natural processes (in particular those of life forms) – is also the home/expression of knowledge (memory, mind, thought) – and in that manner very closely linked to the concept of purpose. At this point in the conversation I nodded because the notion that meaning is the home of memory and thought is something that often crosses my mind while doing paintings/drawings. Some instances of those ‘crosses’ can by found on this blog.

If we accept that all natural phenomena do indeed have a purpose it more or less follows that the quest for meaning is not limited to that which is beneficial for man. The book read by the muskrat as she lay in the hammock outside the family residence in the Moomin-valley is called: “The Uselessness of Everything”. I believe that this reference encompasses both phenomena made for / made by man (forks are the example cited by Wikipedia) and all those phenomena that exist from themselves – in rerum natura (bats are an example).

It should also be noted that anthropocentric purpose often has the attribute to be final, whether in the sense of classical, western philosophy or according to the idea of intelligent design (mentioned before, and it is indeed the finality that renders that idea with all the religious connotations). But to my layman’s mind it is so that purpose in the grand scheme roughed out here, can hardly be final in any sense. And the same I think must also – by raison d’être – apply to the the uselessness of everything. That thought yields the notion that purposelessness is neither absolute nor immune to morphosis.

Purpose – as I understand it – comes into being with repetition and is therefore closely linked to evolution, again in the grand scheme. Purpose is also the expression (in a holistic sense) of change, whether it occurs in quanta at the sub-atomic level, the seasons of our mundane circumstances or the breath of dark-matter on the cosmic plane.

Natural phenomena are influenced by the repeated changes and assume a form that corresponds to the effects. From the viewpoint of harvesting and expending energy this utilization is often quite clear and straightforward for the benefit of phenomena lifeforms in particular. But sometimes this interplay is by no means easily discerned. Seeing an arctic tern here in my country never ceases to astound me, knowing that the bird is utilizing the seasonal changes by travelling over half the globe.

Hills and hummocks also assume forms, in a ‘natural’ manner and corresponding to the repetitions inherent in the seasons and other changes on larger timescales. At this juncture in my development as a member of Homo sapiens I cannot find out whether these changes are beneficial for those entities. But it is a giving task to render them in a picture!